Launavinnsla

Við tökum að okkur alla launavinnslu fyrir fyrirtæki og útbúum launaseðla og skilagreinar sem við sendum rafrænt til Ríkisskattstjóra, Reiknistofu bankanna og til lífeyrissjóðanna. Jafnframt sjáum við um gerð launamiða sem við sendum rafrænt til skattstjóra um hver áramót.

  • Í lok hvers mánaðar fáum við upplýsingar frá þér er varða vinnuframlag hvers starfsmanns, fyrirframgreiðslur o.fl. og í framhaldi reiknum við út launin. Launaseðlar eru sendir í pósti til viðkomandi starfsmanns eða á hans eigið tölvupóstfang eða til ykkar allt eftir ykkar óskum.
  • Skilagreinum staðgreiðslu og tryggingagjalds er skilað rafrænt til Ríkisskattstjóra og birtist krafa í heimabanka. Jafnframt er skilagreinum til lífeyrissjóða og stéttarfélaga skilað rafrænt.
  • Í ársbyrjun sendum við með rafrænum hætti verktaka-og launþegamiða til Ríkisskattskjóra. Einnig sendum við út hlutafjármiða og ef við á bifreiðahlunninda- og greiðslumiða.
  • Möguleiki er fyrir fyrirtæki að láta okkur eingöngu sjá um launavinnslu því laun eru trúnaðarmál og geta því verið viðkvæm. Mörg fyrirtæki sjá sinn hag í því að úthýsa laununum.
Hörður S. Erlingsson

Hörður útskrifaðist sem viðskiptafræðingur á endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands árið 1994.Hann hefur starfað að mestu leyti á bókhalds- og endurskoðunarskrifstofum frá því að hann lauk námi. Lengst hefur hann starfað á Endurskoðunarskrifstofunni Skil sf. við ársuppgjör og bókhald, framtalsvinnu og endurskoðun. Hörður hefur því víðtæka reynslu og afburðaþekkingu á reikningsskilum og framtalsaðstoð.

Website: www.hsebokhald.is

Þú getur fengið ráðgjöf eða tilboð frá okkur án nokkurra skuldbindinga.

Hringdu í síma: 571 6388

* Markmið okkar er að svara öllum fyrirspurnum innan 24 stunda.

Skráning á póstlista.

Viltu fá fréttir af skattamálum? Þá endilega skráðu þig á póstlistann okkar.

Hafa samband

Síðumúla 1, 108 Reykjavík

+354 571 6388

Kennitala: 650511-0340

hsebokhald(hjá)hsebokhald.is